Fyrrverandi leikmaður Liverpool rekinn frá Kamerún

Rigobert Song á hliðarlínunni.
Rigobert Song á hliðarlínunni. AFP/Franck Fife

Knattspyrnuþjálfarinn Rigobert Song hefur verið rekinn sem þjálfari karlalandsliðs Kamerún. 

Song stýrði Kamerún í tvö ár og kom því á heimsmeistaramótið í Katar árið 2022. Song stýrði einnig yngri landsliðum Kamerún áður en hann tók við sem aðalþjálfari. 

Kamerún olli vonbrigðum á Afríkumótinu fyrr á þessu ári en liðið datt út í 16-liða úrslitum fyrir Nígeríu.

Á sínum tíma sem leikmaður lék Song lengi vel í Evrópu, meðal annars með Liverpool í tvö ár, á árunum 1998 til 2000. 

Lék hann einnig 137 landsleiki með Kamerún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert