Gengur alfarið í raðir meistaranna

Erik Dier í leik með Bayern.
Erik Dier í leik með Bayern. AFP/Sacha Scuermann

Eric Dier, enskur landsliðsmaður í fótbolta, gengur alfarið í raðir Þýskalandsmeistara Bayern München frá Tottenham eftir leiktíðina.

Dier, sem var lánaður til Bayern frá Tottenham í janúar, hefur komist að samkomulagi við félagið um að skipta alfarið í raðir þess fyrir næsta tímabil.

Bayern greiddi Tottenham um fjórar milljónir punda til að fá Dier að láni, en hann verður samningslaus eftir leiktíðina.

Hinn 33 ára gamli Dier hefur leikið sex leiki með Bayern frá áramótum, þar af fjóra í byrjunarliði.

Hann kom til Tottenham árið 2014 og hefur leikið 274 leiki með liðinu í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert