Enn tapar Bayern stigum

Lucas Höler jafnar í 2:2 í kvöld.
Lucas Höler jafnar í 2:2 í kvöld. AFP/Thomas Kienzle

Þýskalandsmeistarar Bayern München eru aðeins með einn sigur í síðustu fimm leikjum í öllum keppnum en liðið þurfti að sætta sig við eitt stig er það gerði jafntefli við Freiburg á útivelli í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.

Urðu lokatölur 2:2 í leik sem bæði lið komust yfir í. Christian Günter kom Freiburg yfir strax á 12. mínútu en Mathys Tel sá til þess að staðan væri jöfn í hálfleik, 1:1, með jöfnunarmarki á 35. mínútu.

Jamal Musiala kom Bayern yfir á 75. mínútu, en tólf mínútum síðar jafnaði Lucas Höler og þar við sat.

Bayern er í öðru sæti með 54 stig, sjö stigum minna en Leverkusen sem á leik til góða. Freiburg er í níunda sæti með 30 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert