Lét vita af sér í Hollandi

Elías Már Ómarsson lagði upp mark.
Elías Már Ómarsson lagði upp mark. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breda vann í kvöld 3:1-heimasigur á varaliði Utrecht í hollensku B-deildinni í fótbolta.

Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Breda og hann lagði upp annað mark liðsins á 59. mínútu. Breda er í sjöunda sæti, en lið 3-8 fara í umspil um sæti í efstu deild.

Topplið Willem II mátti þola sitt annað tap í röð er liðið beið lægri hlut gegn Emmen á útivelli, 0:2.

Rúnar Þór Sigurgeirsson lék fyrstu 66 mínúturnar með Willem, sem er með þriggja stiga forskot á toppnum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka