Brasilíumaðurinn bjargaði stigi fyrir Real

Vinícius Jr. fagnar fyrra marki sínu í kvöld.
Vinícius Jr. fagnar fyrra marki sínu í kvöld. AFP/Jose Jordan

Valencia og Real Madrid skildu jöfn, 2:2, í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.

Roman Yaremchuk og Hugo Duro komu Valencia í 2:0 með mörkum á 27. og 30. mínútu. Stefndi allt í að það yrðu hálfleikstölur en Vinícius Jr. minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Hann var svo aftur á ferðinni á 76. mínútu með jöfnunarmarkið og skiptu liðin með sér stigunum.

Real er í toppsætinu með 66 stig, sjö stigum meira en Girona sem á leik til góða. Valencia er í áttunda sæti með 37 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert