Svekkjandi úrslit í Þýskalandi

Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson. Ljósmynd/@f95

Ekkert af Íslendingaliðunum þremur vann sinn leik í þýsku 2. deildinni í knattspyrnu karla í dag. 

Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn í jafntefli Düsseldorf á útivelli gegn Hannover, 2:2. 

Düsseldorf komst 2:0-yfir snemma leiks en tapaði niður forystunni í síðari hálfleik. Düsseldorf er í sjötta sæti deildarinnar með 37 stig. 

Lagði upp í tapi

Þórir Jóhann Helgason lék allan leikinn og lagði upp í tapi Braunschweig fyrir Nürnberg, 2:1, í Nürnberg. 

Þá lék Sveinn Aron Guðjohnsen fyrri hálfleik í tapi Hansa Rostock fyrir Kaiserslauten, 3:0. 

Braunschweig er í 16. sæti með 24 stig en Hansa Rostock er í 17. sæti með 22 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert