Þrjú rauð spjöld og dramatík

Noah Okafor fagnar sigurmarkinu.
Noah Okafor fagnar sigurmarkinu. AFP/Alberto Pizzoli

AC Milan hafði betur gegn Lazio, 1:0, í viðburðaríkum leik í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gærkvöldi.

Í stöðunni 0:0 fékk Luca Pellegrini, bakvörður Lazio, sitt annað gula spjald og þar með rautt á 57. mínútu.

Milan nýtti sér liðsmuninn og varamaðurinn Noah Okafor skoraði sigurmarkið á 88. mínútu.

Leikmenn Lazio létu mótlætið fara í skapið á sér því Adam Marusic og Mattéo Guendouzi fengu báðir beint rautt spjald í uppbótartíma.

Milan er í þriðja sæti með 56 stig og Lazio í níunda með 40.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert