Beittur kynþáttaníði af barni

Vinicius Junior fagnar fyrir framan stuðningsmenn Valencia í gær.
Vinicius Junior fagnar fyrir framan stuðningsmenn Valencia í gær. AFP/José Jordan

Spænska 1. deildin í knattspyrnu rannsakar nú myndband sem birtist á samfélagsmiðlum af barni sem sagt er kalla Vinicius Junior, stjörnu Real Madrid, apa. 

Barnið er stuðningsmaður Valencia en Real Madrid og Valencia gerðu jafntefli, 2:2, í Valencia í gær. Vinicius skoraði þá bæði mörk Madrídarliðsins. 

Myndbandið kom fram á ESPN í Brasilíu en þar segir konan sem tók myndbandið að lögreglan hafi verið kölluð út á meðan leiknum stóð. 

Vinicius hefur átt í deilum við Valencia áður en í maí á síðasta ári varð hann fyrir kynþáttaníði af stuðningsmönnum liðsins fyrir leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert