Ellefu ára varð fyrir kynþáttaníði

Oscar ræðir við Sky.
Oscar ræðir við Sky. Ljósmynd/Skjáskot

Ellefu ára enskur drengur varð fyrir kynþáttaníði er hann lék knattspyrnuleik fyrir U12 ára lið sitt í Worcestershire í heimalandinu á dögunum.

„Ég varð hissa og fór í algjört áfall. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við en ég endaði á því að fara af velli en ég gat varla andað,“ sagði hinn 11 ára Oscar við Sky.

Vegna aldurs hans var hvorki liðið sem hann spilar með né fullt nafn birt hjá enska miðlinum, en faðir hans ræddi einnig við sama miðil um málið.

„Ég fann hjartsláttinn hans í gegnum treyjuna. Hann var í algjöru áfalli,“ var haft eftir föður hans.

Í frétt Sky kemur fram að kynþáttaníð sé vaxandi vandamál í íþróttum barna á Englandi og þá sérstaklega fótbolta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert