Fáránlegar aðstæður í Bandaríkjunum

Leikmenn Real Salt Lake fagna marki í snjónum.
Leikmenn Real Salt Lake fagna marki í snjónum. Ljósmynd/Real Salt Lake

Los Angeles FC heimsótti Real Salt Lake í áhugaverðum leik í bandarísku MLS-deild karla í knattspyrnu í nótt. 

Real Salt Lake vann leikinn, 3:0, en MLS-deildin er nýhafin. Vallaraðstæður voru ekki upp á tíu en það snjóaði mikið. 

Heimamenn virtust ráða betur við aðstæðurnar en mikill munur er á veðri í Salt Lake City og Los Angeles. 

Salt Lake City er fjölmennasta borgin í Utah-fylki. Myndskeið af leiknum og stuðningsmönnum að fagna í snjónum má sjá hér að neðan.mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert