Hræðilegt fyrir Barcelona

Frenkie De Jong lá sárþjáður á vellinum.
Frenkie De Jong lá sárþjáður á vellinum. AFP/Ander Gillenea

Tveir lykilleikmenn Barcelona fóru meiddir af velli í 0:0-jafntefli liðsins gegn Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Hollenski landsliðsmaðurinn, Frenkie de Jong fór meiddur af velli þegar aðeins 26 mínútur voru búnar af leiknum eftir að hafa meitt sig á ökkla í lendingu úr skallaeinvígi. Hann ætlaði fyrst að ganga af vellinum en þurfti að setjast aftur niður og fékk far út af.

Frenkie De Jong var skutlað af velli.
Frenkie De Jong var skutlað af velli. AFP/Ander Gillenea

Rétt undir lok fyrri hálfleiks þurfti annar lykilleikmaður liðsins, Pedri, að fara af velli vegna meiðsla aftan í læri.

Barcelona er í þriðja sæti í deildinni með 58 stig, átta stigum á eftir Real Madríd sem er í fyrsta sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert