Mikilvægur sigur hjá Frey í fallbaráttunni

Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson. AFP/Kurt Desplenter

Knattspyrnuliðið KV Kortrijk, sem Freyr Alexandersson þjálfar í A-deild karla í Belgíu, vann mikilvægan 3:2-sigur á RWD Molenbeek í kvöld.

Liðin eru bæði í fallbaráttunni og þetta var því gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Kortrijk sem er í 16. og neðsta sæti með 21 stig en er nú búið að jafna stigafjölda Eupen sem er í 15. sæti. 

Molenbeek er í 14. sæti, tveimur stigum fyrir ofan Kortrijk.

Isaak Davies kom Kortrijk yfir eftir aðeins níu mínútur en Mickael Biron jafnaði metin og staðan var 1:1 í fyrri hálfleik.

Abdelkahar Kadri kom Kortrijk aftur yfir á 63. mínútu en tveimur mínútum síðar jafnaði Jeff Reine-Adélaide metin.

Sigurmarkið skoraði svo Kadri úr vítaspyrnu á 74. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka