Sorglegt hvað Ronaldo er viðkvæmur

Cristiano Ronaldo fékk bann vegna dónaskaps.
Cristiano Ronaldo fékk bann vegna dónaskaps. AFP/Fayez Nureldine

Blaðamaðurinn Nick Miller furðaði sig á viðbrögðum portúgalska knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo í leik Al-Nassr gegn Al-Shabab í efstu deild Sádi-Arabíu á dögunum.

Ronaldo var úrskurðaður í eins leiks bann eftir leikinn fyrir dónaskap í garð stuðningsmanna, en það virtist fara fyrir brjóstið á honum þegar stuðningsmenn Al-Shabab fóru að syngja nafn Lionel Messi á meðan á leik stóð.

Miller, sem skrifar m.a. fyrir Athletic, skrifaði langan pistil um viðbrögð Ronaldo og ríg hans við Lionel Messi, sem er greinilega enn í gangi í höfðinu á Portúgalanum þrátt fyrir að þeir hafi ekki spilað í sömu deild frá árinu 2018.

Hann furðar sig á því hve viðkvæmur Ronaldo er fyrir söng stuðningsmanna um Messi. Svo viðkvæmur að hann missti af leik vegna leikbanns vegna viðbragða sinna við söngvunum, sem Miller þykir sorglegt. 

Þá bendir hann á að leikmenn á Englandi fái mun verri útreið frá stuðningsmönnum en Ronaldo, en þeir láti það lítið á sig fá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert