Úrslitaleikur Breiðabliks og Keflavíkur framundan

Kristófer Ingi Kristinsson skoraði mark Blika.
Kristófer Ingi Kristinsson skoraði mark Blika. mbl.is/Óttar Geirsson

Breiðablik og Vestri gerðu jafntefli, 1:1, í deildabikar karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í dag. 

Breiðablik á því enn möguleika á að komast áfram í undanúrslitin en liðið mætir Keflavík í hreinum úrslitaleik 7. mars. 

Pétur Bjarnason kom Vestra yfir á 49. mínútu en Kristófer Ingi Kristinsson jafnaði metin úr víti á þeirri 86. Áður hafði Vestri fengið rautt spjald er Morten Ohlsen var rekinn af velli. 

Grindavík er í efsta sæti riðilsins með 10 stig. Svo kemur FH með níu stig en bæði lið eru búin að leika alla sína leiki. 

Keflavík er með átta í þriðja sæti og Breiðablik með sjö í fjórða sæti. Sigurvegarinn úr viðureign Breiðabliks og Keflavíkur fer áfram í undanúrslitin. Ef liðin gera jafntefli fer Grindavík áfram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert