Sleit hásin og missir af EM

Domenico Berardi í leik með Sassuolo fyrr á tímabilinu.
Domenico Berardi í leik með Sassuolo fyrr á tímabilinu. AFP/Marco Bertorello

Knattspyrnumaðurinn Domenico Berardi, sóknarmaður Sassuolo og ítalska landsliðsins, varð fyrir því óláni að slíta hásin í leik með liðinu í ítölsku A-deildinni í gær.

Berardi féll við eftir tæplega klukkutíma leik í 1:0-tapi Sassuolo fyrir Hellas Verona og virtist sárþjáður.

Eftir að hafa farið í myndatöku í dag kom í ljós að hásinin á hægri fæti er alveg slitin og þarf Berardi því að gangast undir skurðaðgerð og verður frá í sex til níu mánuði.

Þar með er ljóst að hann getur ekki tekið þátt með ítalska landsliðinu á EM 2024 í Þýskalandi í sumar.

Berardi, sem er 29 ára gamall, hefur skorað átta mörk í 27 landsleikjum fyrir Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert