Samherji meiddi Sveindísi

Sveindís Jane Jónsdóttir í leiknum í dag.
Sveindís Jane Jónsdóttir í leiknum í dag. Ljósmynd/Alex Nicodim

Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd af velli um miðjan fyrri hálfleik er Ísland og Þýskaland mættust í undankeppni EM í fótbolta í Aachen í Þýskalandi í dag.

Sveindís lenti illa á öxlinni eftir ljótt brot hjá Kathrin Hendrich, sem er samherji Sveindísar hjá Wolfsburg í Þýskalandi.

Hendrich var allt of sein í Sveindísi og tók hana niður af miklum krafti. Sveindís reyndi að halda áfram eftir aðhlynningu en var sárþjáð.

Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru, en hún virðist í það minnsta hafa sloppið við brot í öxl og viðbeini.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert