Glæsimark Felix tryggði Barcelona sigur

Joao Felix fagnar marki sínu í kvöld
Joao Felix fagnar marki sínu í kvöld AFP/ JORGE GUERRERO

Barcelona sigraði Cadiz á útivelli í kvöld með einu marki gegn engu. Liðið er í 2. sæti spænsku deildarinnar, 8 stigum á eftir Real Madrid.

Portúgalinn Joao Felix skoraði eina mark leiksins á 37. mínútu með glæsilegri bakfallsspyrnu í jöfnum leik á Suður-Spáni. Cadiz er í fallsæti, þremur stigum frá öruggu sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert