Júlíus spilaði í dramatísku jafntefli

Júlíus er á sínu öðru tímabili í Noregi
Júlíus er á sínu öðru tímabili í Noregi Ljósmynd/Fredrikstad

Júlíus Magnússon, leikmaður Frederikstad í Noregi, lék allan leikinn í jafntefli gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Gestirnir frá Sarpsborg komust í 1:0 og 2:1 en Henrik Johansen jafnaði fyrir Frederikstad þegar 2 mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.

Nýliðar Frederikstad eru með 4 stig eftir 3. umferðir í norsku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert