Karólína Lea fór meidd út af í sigri

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fór meidd af velli í 2:0 sigri Bayer Leverkusen gegn Eintrach Frankfurt.

Karólína spilaði aðeins 33 mínútur áður en henni var skipt út af en liðið hefur ekki tilkynnt hversu alvarleg meiðslin séu.

Karólína hefur verið lykilleikmaður liðsins á tímabilinu, skorað fimm mörk og lagt upp sex. 

Hún var einnig að glíma við meiðsli á ökkla fyrir leikina gegn Póllandi og Þýskalandi í byrjun apríl.

Loreen Bender kom inn á fyrir Karólínu og skoraði aðeins þremur mínútum síðar. Nikola Karczewska skoraði annað mark Leverkusen á 90. mínútu.

Leverkusen er í fimmta sæti í deildinni með 28 stig, fjórum stigum á eftir Frankfurt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert