Kristín Dís skoraði í tapleik

Kristín Dís Árnadóttir.
Kristín Dís Árnadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristín Dís Árnadóttir skoraði eina mark Bröndby IF í 2:1 tapi liðsins gegn AGF í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Mathilde Rasmussen skoraði fyrsta mark leiksins fyrir AGF á 34. mínútu en Kristín jafnaði metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. 

Mathilde skoraði svo sigurmark leiksins á 57. mínútu og Bröndby náði ekki að jafna eftir það. Sunneva Sigurvinsdóttir var á bekknum hjá AGF.

Þrátt fyrir tapið er Bröndby á toppi deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert