Real Madrid eykur forskot sitt

Aurelien Tchouameni skoraði eina mark leiksins
Aurelien Tchouameni skoraði eina mark leiksins AFP/JAIME REINA

Aurélien Tchouaméni skoraði eina mark leiksins í sigri Real Madrid á Mallorca í spænsku 1. deildinni í dag.

Real situr í efsta sæti 11 stigum á undan erkifjendunum í Barcelona sem eiga leik til góða gegn Cadíz í kvöld.

Real Madrid gerði nokkrar breytingar á liði sínu frá stórleiknum við Manchester City á þriðjudaginn en liðin mætast að nýju á miðvikudag í næstu viku. Vinicius Junior, Toni Kroos og Rodrygo byrjuðu allir á varamannabekknum í dag en Vinicius kom inn á á 63. mínútu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert