Bayern sendir Leverkusen hamingjuóskir

Max Eberl.
Max Eberl. AFP/ALEXANDRA BEIER

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern München, Max Eberl, hrósar Bayer Leverkusen eftir að síðarnefnda liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn í dag.

Lærisveinar Xabi Alonso tryggðu sér titilinn í dag með 5:0-sigri á Werder Bremen og rufu 11 ára sigurgöngu Bayern München.

„Leverkusen hefur átt frábært tímabil og þess vegna viljum við vera með þeim fyrstu til að óska þeim til hamingju. Sérstaklega Xabi Alonso, þjálfarateyminu og leikmannahópnum. Fótboltinn sem þeir hafa spilað hefur gert deildina skemmtilegri,“ sagði Eberl.

Þrátt fyrir vonbrigðin yfir að hafa ekki bætt enn einum titlinum í safnið er engan bilbug á Eberl að finna.

„Við munum gera allt til að ná titlinum aftur,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert