Emil í miðju viðtali: „Það gæti þurft að klippa þetta út!“

„Hjá þeim klúbbum sem ég spilaði með var forsetinn alltaf með puttana í öllu,“ sagði fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson í Dagmálum.

Emil, sem er 39 ára gamall, lagði skóna á hilluna síðasta sumar eftir afar farsælan atvinnumannaferil en er búsettur á Ítalíu í dag og stefnir á umboðsmennsku í framtíðinni. 

Mætti inn í klefa með hníf

Emil lék með Reggina á Ítalíu í fjögur ár, frá 2007 til 2011, þar sem forseti félagsins var oft á tíðum ansi skrautlegur.

„Hann hélt fundi inn í klefa daginn eftir tapleiki og lét okkur horfa í augun á sér á meðan hann talaði,“ sagði Emil.

„Stundum var hann mættur inn í klefa með hníf og stakk honum í hringborð fyrir framan sig til þess að leggja áherslu á orð sín. Menn voru margir hverjir hræddir við hann.

Við fengum tvo Dani í eitt skiptið og forsetinn vildi losna við þá. Hann kallaði annan þeirra inn á skrifstofu til sín og tók hann hálstaki til þess að losna við hann.

Það gæti þurft að klippa þetta út! Ég veit ekki hvort ég sé að segja of mikið hérna,“ sagði Emil svo meðal annars í léttum tón.

Viðtalið við Emil í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert