„Erfitt að taka þessu“

Harry Kane á fréttamannafundi í dag.
Harry Kane á fréttamannafundi í dag. AFP/Michaela Stache

Enski knattspyrnumaðurinn Harry Kane, sóknarmaður Bayern München, bindur vonir við að liðið fari alla leið í Meistaradeild Evrópu og vinni keppnina eftir vonbrigðin sem fylgdu því að missa af þýska meistaratitlinum.

Bayern fær Arsenal í heimsókn í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. Fyrri leiknum í Lundúnum lauk með jafntefli, 2:2.

„Þetta er keppni sem félagið vill vinna. Það er erfitt að taka því að vinna ekki þýsku deildina í ár og gerir þessa keppni enn mikilvægari en við vitum að það er langur vegur fram undan.

Við verðum að finna samstöðu, vinnuframlag liðsins þar sem við komumst í gegnum erfiða leiki því við höfum ekki gert það nógu oft í ár.

Við höfum staðið okkur vel í Meistaradeildinni en við þurfum meira af því ef við viljum komast alla leið á Wembley,“ sagði Kane á fréttamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert