Southampton gerir sig gildandi

Ché Adams skoraði tvennu fyrir Southampton í kvöld.
Ché Adams skoraði tvennu fyrir Southampton í kvöld. AFP

Southampton vann öruggan sigur á Preston North End, 3:0, í frestuðum leik í ensku B-deildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Sigurinn þýðir að Southampton er farið að nálgast efstu lið deildarinnar. Dýrlingarnir eru í fjórða sæti með 84 stig, þremur stigum á eftir Leeds í þriðja sæti og á auk þess leik til góða.

Leicester City og Ipswich Town eru skammt undan í efstu tveimur sætunum: Leicester með 88 stig og Ipswich með 89.

Tvö efstu liðin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina en liðin í sætum þrjú til sex fara í umspil um eitt laust sæti til viðbótar.

Adams með tvennu

Í kvöld gerði Southampton út um leikinn eftir aðeins rúmlega hálftíma leik.

Ché Adams braust ísinn á 19. mínútu, tvöfaldaði svo forystuna á 29. mínútu og Stuart Armstrong innsiglaði sigurinn fjórum mínútum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert