Lyngby búið að kaupa Andra Lucas

Andri Lucas gerði þriggja ára samning við Lyngby.
Andri Lucas gerði þriggja ára samning við Lyngby. Ljósmynd/Lyngby

Knattspyrnumaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen skrifaði í dag undir þriggja ára samning við danska félagið Lyngby. Hann hefur verið að láni hjá Lyngby frá Norrköping í Svíþjóð á yfirstandandi tímabili.

Félögin komust að samkomulagi um kaupverð á Andra og í kjölfarið skrifaði hann undir samninginn. 

Andri hefur leikið mjög vel hjá Lyngby á tímabilinu og skorað tíu mörk í 21 leik í dönsku úrvalsdeildinni. Er hann markahæstur í liðinu.

Sóknarmaðurinn er nú samningsbundinn danska félaginu til ársins 2027.

„Lyngby er fjölskylda mín og heimili. Ég mæti brosandi á hverjum degi og fer brosandi heim og það skiptir miklu máli,“ var m.a. haft eftir Andra á heimasíðu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert