Risafélag undirbýr tilboð í Albert

Albert Guðmundsson er eftirsóttur.
Albert Guðmundsson er eftirsóttur. AFP/Aitta Kisbenedek

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus er að undirbúa tilboð í íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson, leikmann Genoa á Ítalíu.

Albert hefur farið á kostum með Genoa á tímabilinu og mörg stór félög fylgst vel með gangi mála hjá íslenska sóknarmanninum, þeirra á meðal Juventus.

Tuttosport greinir frá í dag að Juventus sé að undirbúa tilboð í Albert, þar sem félagið er reiðubúið að láta argentínska miðjumanninn Enzo Barrenechea fara í hina áttina, sem hluta af tilboðinu.

Albert hefur skorað þrettán mörk og lagt upp þrjú til viðbótar í 30 leikjum í ítölsku A-deildinni á leiktíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert