Þakklátur fyrir að eiga snjalla eiginkonu

„Ég sakna þessa stóru leikja, að vera í ítölsku A-deildinni og landsleikjanna,“ sagði fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson í Dagmálum.

Emil, sem er 39 ára gamall, lagði skóna á hilluna síðasta sumar eftir afar farsælan atvinnumannaferil en er búsettur á Ítalíu í dag og stefnir á umboðsmennsku í framtíðinni. 

Saknar ekki að spila fótbolta

Emil lék lengst af á ferlinum á Ítalíu en hann lék einnig 73 A-landsleiki og fór á tvö stórmót með landsliðinu.

„Ég sakna þess ekki beint að spila fótbolta en ég sakna stemningarinnar og pressunnar, eins skrítið og það er að segja það,“ sagði Emil.

„Það var ekki auðvelt að hætta en ég var kominn út í annað, okkar fjölskyldufyrirtæki, sem var orðið mikilvægara fannst mér.

Það eru margir fótboltamenn sem ganga í gegnum mikla erfiðleika þegar þeir hætta en ég er mjög þakklátur fyrir það að eiga snjalla eiginkonu sem hefur búið til mjög skemmtilegt fjölskylduftrurtæki,“ sagði Emil meðal annars.

Viðtalið við Emil í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Ása María Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson.
Ása María Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert