Ástæða fyrir því að við höfum ekki komist svona langt

Mikel Arteta ósáttu á hliðarlínunni í gær.
Mikel Arteta ósáttu á hliðarlínunni í gær. AFP/Odd Andersen

„Við höfum ekki spilað í þessari keppni í sjö ár og við höfum ekki komist svona langt í 14 ár. Það er ástæða fyrir því,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, á fréttamannafundi eftir 1:0-tap fyrir Bayern München í gærkvöldi.

Um síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var að ræða þar sem Bæjarar unnu samanlagt 3:2.

„Við viljum gera allt á tvöföldum hraða, örsnöggt, á einu tímabili. Ég tel okkur hafa getuna og gæðin til þess að vera í undanúrslitum því munurinn er mjög lítill.

Munurinn er fólginn í einhverju öðru sem við búum kannski ekki ennþá yfir. Við þurfum að læra á það. Ef við skoðum söguna tók það önnur félög sjö til tíu ár að ná þessum árangri.

Í dag er það ekki að fara að láta okkur líða neitt betur, það er alveg ljóst,“ bætti Arteta við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert