Klopp: „Atalanta verðskuldar að fara áfram“

Jürgen Klopp og Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta, fyrir leik …
Jürgen Klopp og Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta, fyrir leik kvöldsins AFP/Isabella BONOTTO

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ánægður með frammistöðu liðsins í útisigrinum gegn Atalanta í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á Gewiss-vellinum í Bergamo í kvöld. 

Liverpool var í djúpri holu eftir fyrri leik liðanna sem Atalanta vann 3:0 á Anfield en vann leikinn í kvöld 1:0 með marki frá Mohammed Salah.

„Við unnum leikinn og það voru viðbrögðin sem við vildum sýna. Leikurinn var erfiður eins og við vissum en Atalanta á skilið að fara áfram í keppninni.“

„Það eru blendnar tilfinningar að falla úr keppni en vera ánægður með leikinn í kvöld. Við hefðum viljað fara til Dublin en það gekk ekki upp. Við eigum eina keppni eftir og við munum einbeita okkur að henni.“

Liverpool mætir Fulham á útivelli í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15.30 á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka