Danskur miðill skýtur á fyrrverandi landsliðsmann

Antonio Mateu gefur Pione Sisto leikmanni Dana gula spjaldið á …
Antonio Mateu gefur Pione Sisto leikmanni Dana gula spjaldið á HM 2018. AFP

Danski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Pione Sisto hefur ekki verið að gera gott mót með liði sínu Alanyaspor í Tyrklandi. 

Sisto gekk til liðs við félagið frá Midtyjlland í heimalandinu í september á síðasta ári en hann hefur aðeins skoraði eitt mark í 17 deildarleikjum. 

Sisto var ein af vonarstjörnum Dana á hans yngri árum en nú er hann 29 ára gamall og virðist fátt ætla að breytast í hans fasi. 

Hann er með agavandamál

Danski miðilinn Tipsbladet fjallaði um hvað hafi klikkað á ferli Sisto en kantmaðurinn knái lék 26 landsleiki fyrir Danmörku á árunum 2015 til 2022. 

Þá lék hann 135 leiki með spænska liðinu Celta Vigo árin 2016 til 2020. 

„Pione Sisto er hæfileikaríkur fótboltamaður, en hann er með agavandamál,“ segir miðilinn einfaldlega. 

Bætir miðilinn við að Tyrkland sé fullkominn áfangastaður fyrir leikmenn sem eru á síðustu metrum ferilsins, en að 29 ára gamlir leikmenn eiga ekki að vera á þeim stað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert