Genoa breytir stöðu Alberts

Albert Guðmundsson hefur átt magnað tímabil með Genoa.
Albert Guðmundsson hefur átt magnað tímabil með Genoa. AFP/Attila Kisbenedek

Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson hefur átt magnað tímabil með Genoa í ítölsku A-deildinni í fótbolta. 

Hann hefur skorað 13 mörk og lagt önnur þrjú upp í 30 leikjum en nýliðar Genoa eru í tólfta sæti deildarinnar. 

Mestallt tímabilið hefur Albert verið annar af tveimur framherjum Genoa, eða leikið aðeins fyrir aftan framherjann. 

Í síðustu leikjum hefur hann hins vegar verið færður á miðjuna en hann lék þar gegn Fiorentina og skoraði í síðasta leik. 

Genoa mætir Lazio á heimavelli klukkan 16:30 í dag en Albert er aftur á miðjunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert