Verður ekki næsti stjóri Liverpool

Julian Nagelsmann hefur verið orðaður við mörg stórlið.
Julian Nagelsmann hefur verið orðaður við mörg stórlið. AFP/Ian Fassbender

Þjóðverjinn Julian Nagelsmann verður næstu árin við stjórnvölinn hjá þýska karlalandsliðinu í knattspyrnu. 

Skrifar hann undir samning til ársins 2026 en Evrópumótið fer fram þarlendis í sumar. 

Nagelsmann hefur mikið verið orðaður við stærstu félög Evrópu, Liverpool, Barcelona og endurkomu í Bayern München en ljóst er að ekkert verður úr því í bili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert