Á skotskónum í Noregi

Ásdís Karen Halldórsdóttir á landsliðsæfingu.
Ásdís Karen Halldórsdóttir á landsliðsæfingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði eitt marka Lilleström þegar liðið lagði Stabæk að velli, 3:2, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ásdís Karen kom heimakonum í Lilleström á bragðið eftir aðeins tíu mínútna leik og lék allan leikinn á hægri vængnum.

Var þetta annað mark hennar í norsku deildinni á tímabilinu.

Þá má geta þess að hin íslenskættaða Iris Omarsdottir lagði upp annað mark Stabæk, en hún hefur skorað sjö mörk og lagt upp tvö í níu deildarleikjum á tímabilinu.

Natasha Anasi-Erlingsson sat allan tímann á varamannabekk Brann þegar liðið gerði jafntefli við Röa, 1:1, á heimavelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert