Í beinni úr fangelsi á þingi FIFA

Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, og Gianni Infantino, forseti FIFA, á …
Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, og Gianni Infantino, forseti FIFA, á þinginu í Bangkok. AFP

Mamatou Touré, forseti knattspyrnusambands Malí, tók þátt í ársþingi FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, með fjarfundarbúnaði úr fangelsi í höfuðborg landsins, Bamako.

The Times greinir frá þessu í dag en Touré var hnepptur í varðhald fyrir skömmu og hefur verið ákærður fyrir að hafa svíkja út almannafé úr opinberum sjóði.

Hann tók þó þátt í fundinum umrædda sem haldinn var í Bangkok í Taílandi en The Times segir að samkvæmt sínum heimildum hafi forvígismönnum FIFA verið sagt að Touré væri staddur á heilsugæslustöð en ekki í fangelsi.

Touré er 66 ára gamall og var í september á síðasta ári endurkjörinn forseti knattspyrnusambandsins með 61 atkvæði  gegn einu, þrátt fyrir að þá hafi ásakanirnar um fjárdráttinn verið komnar fram. Hann er einnig stjórnarmaður í Knattspyrnusambandi Afríku.

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, og Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, eru á þinginu í Bangkok fyrir hönd sambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert