Juventus ítalskur bikarmeistari

Federico Chiesa og Dusan Vlahovic fagna bikarmeistaratitlinum í kvöld.
Federico Chiesa og Dusan Vlahovic fagna bikarmeistaratitlinum í kvöld. AFP/Filippo Monteforte

Juventus er ítalskur bikarmeistari eftir að hafa lagt Atalanta að velli, 1:0, í úrslitaleik á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld.

Juventus vann þar með sinn 15. bikarmeistaratitil og er það ítalska lið sem hefur langoftast orðið bikarmeistari.

Í kvöld kom sigurmarkið eftir aðeins fjögurra mínútna leik.

Það skoraði Serbinn Dusan Vlahovic eftir undirbúning Andrea Cambiaso.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert