Stig dregið af liði Íslendingsins

Ásdís Karen Halldórsdóttir, til vinstri, leikur með Lilleström.
Ásdís Karen Halldórsdóttir, til vinstri, leikur með Lilleström. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norska knattspyrnusambandið hefur dregið eitt stig af kvennaliði Lilleström vegna fjárhagsvandræða félagsins. 

Lilleström leikur í úrvalsdeildinni og var með 12 stig í fimmta sæti fyrir úrskurðinn en er nú í sjötta sæti með ellefu stig. 

Landsliðskonan Ásdís Karen Halldórsdóttir leikur með liðinu og hefur spilað alla leiki liðsins. 

Rekstur kvennaliðsins hefur gengið erfiðlega og hefur félagið tekið til að reka starfsfólk og fækka æfingum. Stjórnendur félagsins hafa þá tvær vikur til að áfrýja dómnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert