Birki skipt inn og út í tapi Brescia

Birkir Bjarnason
Birkir Bjarnason Ljósmynd/Brescia

Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður í liði Brescia sem féll úr keppni í umspili um sæti í ítölsku A deildinni. Brescia tapaði 4:2 eftir framlengdan leik á útivelli gegn Catanzaro í kvöld.

Brescia komst tvisvar sinnum yfir í leiknum, 1:0 og 2:1 en heimamenn jöfnuðu metin í uppbótartíma og tryggðu sér sigur í framlenginunni, 4:2.

Birkir kom inn á á 67. mínútu en þurfti að fara meiddur af velli átján mínútum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert