Kristín Dís og Emilía mætast í úrslitaleiknum

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði í dag.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði í dag. Ljósmynd/FCN

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og stöllur í Nordsjælland unnu, 10:2, yfirburðasigur á Næstved á útivelli í undanúrlitum í dönsku bikarkeppninni í fótbolta í dag.

Nordsjælland vann fyrri leik liðanna 7:0 og einvígið samtals 17:2. Emilía skoraði þriðja mark Nordsjælland í leiknum í dag og fór af velli á 70. mínútu.

Nordsjælland mætir því Bröndby í úrslitaleiknum en Kristín Dís Árna­dótt­ir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir eru leikmenn liðsins. Kristín er í stóru hlutverki en Hafrún Rakel er handleggsbrotin.

https://www.mbl.is/sport/fotbolti/2024/05/17/sneru_taflinu_vid_og_foru_i_urslit/

Emilía og Kristín eru í 23 manna landslisðhópnum sem mætir Aust­ur­ríki tvisvar í undan­keppni Evr­ópu­móts­ins 31. maí og 4. júní.

https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2024/05/17/katla_emilia_og_cecilia_i_landslidinu/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert