Færði 98 ára stuðningsmanni gjöf (myndskeið)

Ainsley Maitland-Niles í leik með Lyon gegn París SG í …
Ainsley Maitland-Niles í leik með Lyon gegn París SG í síðasta mánuði. AFP/Franck Fife

Ainsley Maitland-Niles, leikmanni Lyon, tókst að gleðja þaulreyndan stuðningsmann liðsins eftir að því tókst að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili með 2:1-sigri á Strasbourg í lokaumferð frönsku deildarinnar í knattspyrnu í gær.

Maitland-Niles kom færandi hendi til Josette, 98 ára gamallar konu sem hefur stutt félagið alla ævi, en Lyon er 74 ára gamalt; stofnað árið 1950.

Enski leikmaðurinn færði Josette keppnistreyju merkta henni, sem stuðningskonan var hæstánægð með eins og sjá má í neðangreindu myndskeiði:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert