Íslendingarnir tryggðu Lyngby dýrmætan sigur

Andri Lucas Guðjohnsen og Sævar Atli Magnússon voru á skotskónum …
Andri Lucas Guðjohnsen og Sævar Atli Magnússon voru á skotskónum í dag. Ljósmynd/Lyngby

Sævar Atli Magnússon átti stórkostlega innkomu í liði Lyngby þegar liðið vann mikilvægan sigur á Viborg, 3:1, í næstsíðustu umferð neðri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í dag.

Lyngby er í 10. og þriðja neðsta sæti, þremur stigum fyrir ofan fallsæti fyrir lokaumferðina um næstu helgi.

Nægir Íslendingaliðinu jafntefli gegn langneðsta liðinu, Hvidovre, á útivelli í lokaumferðinni til þess að halda sæti sínu. OB er í sætinu fyrir neðan með betri markatölu

Í dag náði Viborg náði forystunni á 11. mínútu og leiddi lengi vel. Sævar Atli kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og átti heldur betur eftir að láta til sín taka.

Tvö mörk á þremur mínútum

Breiðhyltingurinn jafnaði metin sjö mínútum síðar og kom heimamönnum í forystu þremur mínútum eftir það, á 85. mínútu, með glæsilegu skoti í þverslána og inn.

Andri Lucas Guðjohnsen, markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, lagði svo upp þriðja markið einni mínútu fyrir leikslok.

Andri Lucas lék allan leikinn fyrir Lyngby líkt og Kolbeinn Birgir Finnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert