Hrósaði Íslendingnum fyrir glæsimark (myndskeið)

Sævar Atli Magnússon fagnar.
Sævar Atli Magnússon fagnar. Ljósmynd/Lyngby

Sævar Atli Magnússon er í liði 31. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hjá Tipsbladet.

Sævar kom inn á með látum er Lyngby vann sigur á Viborg, 3:1, á heimavelli. Kom hann inn á sem varamaður á 75. mínútu og var búinn að skora tvö mörk tíu mínútum síðar.

Annað markið var sérlega glæsilegt, eins og kemur fram í umfjöllun miðilsins um Sævar.

„Kom inn á gegn Viborg, skoraði tvö mörk og tryggði Lyngby áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni. Annað markið var sérlega gott,“ sagði í umfjölluninni.

Markið má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert