Stór nöfn skilin eftir heima

Manuel Locatelli leikmaður Juventus er ekki í hópnum.
Manuel Locatelli leikmaður Juventus er ekki í hópnum. AFP/Claudio Villa

Luciano Spalletti, sem er landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur valið þá 30 leikmenn sem koma til greina að vera í hópnum fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu í Þýskalandi í sumar. 

Nokkur stór nöfn eru skilin eftir heima en Marco Verratti, leikmaður Al-Arabi, Manuel Locatelli, leikmaður Juventus, og Ciro Immobile, leikmaður Lazio, eru allir utan hóps. Þeir þrír voru allir mikilvægir hlekkir er Ítalía varð Evrópumeistari fyrir þremur árum. 

Þá er Jorginho, miðjumaður Arsenal, í hópnum. Fjórir leikmenn detta út úr hópnum fyrir mótið. Ítalir eru með Spáni, Króatíu og Albaníu í gífurlega sterkum riðli. 

Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert