Rekinn frá stórfélaginu

Stefano Pioli.
Stefano Pioli. AFP/Marco Bertorello

Stefano Pioli hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri karlaliðs ítalska stórveldisins AC Milan. 

Félagið staðfesti fregnirnar á samfélagsmiðlum í dag en lengi hefur verið vitað að hann myndi ekki halda áfram með liðið. 

Pioli tók við Mílanóliðinu í október 2019 og vann ítölsku A-deildina með því árið 2022.

Félagið hafnaði í öðru sæti í deild á nýliðnu tímabili og komst ekki upp úr riðlinum í Meistaradeildinni.

Paulo Fonseca, stjóri Lille, mun taka við af honum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert