Barcelona Evrópumeistari

Aitana Bonmatí skorar fyrra mark Barcelona í úrslitaleiknum í Bilbao …
Aitana Bonmatí skorar fyrra mark Barcelona í úrslitaleiknum í Bilbao í dag. AFP/Thomas Coex

Barcelona varð í dag Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu með því að sigra Lyon frá Frakklandi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Bilbao á Spáni, 2:0.

Aitana Bonmatí skoraði á 63. mínútu eftir sendingu frá Marionu Caldentey. Alexia Putellas gulltryggði síðan sigurinn með marki undir lok uppbótartíma leiksins.

Þetta er annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum sem Barcelona verður Evrópumeistari en félagið vann titilinn í fyrsta sinn árið 2021.

Lyon lék sinn ellefta úrslitaleik í keppninni á fimmtán árum en félagið hefur unnið keppnina átta sinnum, síðast árið 2022.

Leikmenn Barcelona fagna markinu sem Aitana Bonmati skoraði.
Leikmenn Barcelona fagna markinu sem Aitana Bonmati skoraði. AFP/Thomas Coex
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert