Landsliðskonan skoraði sitt 23. mark

Diljá Ýr Zomers reyndist Leuven afskaplega drjúg á tímabilinu.
Diljá Ýr Zomers reyndist Leuven afskaplega drjúg á tímabilinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í knattspyrnu, heldur áfram að raða inn mörkunum fyrir OH Leuven í belgísku A-deildinni. Í dag skoraði hún eitt mark í 7:0-sigri á Gent í lokaumferð efri hluta deildarinnar.

Leuven hafnar í þriðja sæti, sex stigum á eftir Belgíumeisturum Anderlecht og fjórum stigum á eftir Standard Liege í öðru sæti.

Diljá Ýr var sannkallaður lykilmaður hjá liðinu á tímabilinu enda skoraði hún 23 mörk í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert