Allt brjálað yfir fjarveru Messi

Messi var hvíldur í Vancouver
Messi var hvíldur í Vancouver AFP/Chris ARJOON

Inter Miami tyllti sér á toppinn án Lionel Messi í MLS deildinni í fótbolta í nótt. Argentínumaðurinn var hvíldur við lítinn fögnuð stuðningsmanna Vancouver sem borguðu metfé fyrir að sjá goðsögnina . Dagur Dan Þórhallsson og Nökkvi Þórisson voru báðir í tapliðum 

Lionel Messi, Luis Suarez og Sergio Busquets voru allir hvíldir í liði Inter Miami sem sigraði Vancouver Whitecaps á útivelli, 2:1. Vancouver hafði selt 50.000 miða á völlinn sem er áhorfendamet hjá félaginu en á fimmtudag gaf félagið út yfirlýsingu þar sem fram kom að Messi, Suarez og Busquets hefðu ekki flogið með Miami liðinu til Vancouver.

Vegalengdin frá Miami til Vancouver er 4667 kílómetrar
Vegalengdin frá Miami til Vancouver er 4667 kílómetrar AFP/Chris ARJOON

Mikil reiði braust út meðal stuðingsmanna en miðaverð hafði verið hækkað fyrir viðburðinn þar sem þetta er eini innbyrðis leikur liðanna í Vancouver á tímabilinu. Vancouver ákvað að gefa helmingsafslátt af mat og drykk á vellinum til að friða stuðingsmenn.

Tata Martino, þjálfari Inter Miami, varði ákvörðunina að hvíla stjörnurnar. „Við eigum þrjá leiki í vikunni og völdum að hvíla leikmennina. Það er á ábyrgð mótherja okkar að svara sínum stuðningsmönnum, þegar við spilum á heimavelli og Leo er ekki með þá látum við ekki vita með tuttugu daga fyrirvara.

Nökkvi kom inn af bekknum á 57. mínútu í 2:1 tapi á heimavelli St. Louis City gegn Seattle Sounders en Dagur Dan var að vanda í byrjunarliði Orlando City og spilaði tæpar sextíu mínútur í 2:0 tapi fyrir Columbus Crew í Orlando.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert