Freyr bjargaði Kortrijk

Freyr Alexandersson tókst hið ómögulega
Freyr Alexandersson tókst hið ómögulega Ljósmynd/Kortrijk

Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Kortrijk björguðu sér endanlega frá falli úr belgísku A deildinni í knattspyrnu eftir framlengdan síðari leik gegn Lommel í umspili um áframhaldandi veru á meðal þeirra bestu. Kortrijk vann samanlagt 5:2.

Fátt benti til þess að Kortrijk ætti möguleika á að halda sér í deildinni þegar Freyr tók við stjórnartaumunum í byrjun janúar. Liðið sat á botninum með tíu stig eftir tuttugu leiki og hafði ekki unnið deildarleik í rúma þrjá mánuði.

Freyr Alexandersson
Freyr Alexandersson Ljósmynd/@kvkofficieel

Fyrsta leik Freys við stjórnvölin lauk með 1:0 sigri á stórliði Standard Liege og jafnt og þétt náði liðið að spyrna sér frá botninum og tryggja sér að lokum umspils viðureign við B-deildarlið Lommel.

Fyrri leiknum lauk með 1:0 sigri Kortrijk á útivelli en Lommel svaraði í sömu mynt í dag og því þurfti að framlengja. Kortrijk komst í 2:1 og Lommel missti mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik framlengingarinnar en Lommel jafnaði í 2:2 áður en flautað var til hálfleiks.

Kortrijk komst aftur yfir í 3:2 eftir hornspyrnu í upphafi síðari hálfleiks og 4:2 þremur mínútum fyrir leikslok og þar við sat. 5:2 samanlagt og áhorfendur þustu inn á leikvöllinn þegar flautað var til leiksloka.

Freyr Alexandersson
Freyr Alexandersson Ljósmynd/@kvkofficieel
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert