Dani tekur við af Arne Slot

Brian Priske
Brian Priske AFP/Ozan Kose

Brian Priske, þjálfari Sparta Prag, verður að öllum líkindum næsti þjálfari Feyenoord í Hollandi. Hann tekur við starfinu af Arne Slot sem er nýr knattspyrnustjóri Liverpool.

Undir stjórn Priske hefur Sparta unnið tékknesku deildina tvö ár í röð ásamt einum bikarmeistaratitli. Áður þjálfaði Priske belgíska liðið Antwerpen og FC Midtjylland í heimalandinu.

Priske lék sem varnarmaður og lék meðal annars með Genk, Portsmouth og Club Brugge á ferlinum en hann á 24 landsleiki fyrir Danmörku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert