Atalanta á eftir Orra

Orri Steinn Óskarsson
Orri Steinn Óskarsson Eggert Jóhannesson

Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar og landsliðsins, er orðaður við Atalanta í ítölskum fjölmiðlum. Atalanta vann Evrópudeildina í síðustu viku og sló meðal annars út Liverpool í keppninni.

Orri skoraði sex mörk í síðustu níu leikjum tímabilsins eftir að hafa misst sæti sitt eftir vetrarfríið í danska boltanum. Ítalska íþróttablaðið La Gazzetta dello Sport greinir frá áhuga Atalanta.

Atalanta spilar í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og markmiðið er að breikka hópinn samkvæmt fregnum en liðið lenti í vandræðum með leikjaálag á nýliðnu tímabili. Orri á eitt ár eftir af samningi sínum við Kaupmannahafnarliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka